60 ára Guðmundur Rúnar er Húnvetningur, ólst upp á Bergsstöðum í Miðfirði, en býr í Reykjavík. Hann er rafiðnfræðingur að mennt frá Tækniskóla Íslands og er skoðunarmaður í rafmagnsdeild Frumherja. Áhugamálin eru fjölskyldan, útivera, íþróttir og þá helst körfubolti og handbolti

60 ára Guðmundur Rúnar er Húnvetningur, ólst upp á Bergsstöðum í Miðfirði, en býr í Reykjavík. Hann er rafiðnfræðingur að mennt frá Tækniskóla Íslands og er skoðunarmaður í rafmagnsdeild Frumherja. Áhugamálin eru fjölskyldan, útivera, íþróttir og þá helst körfubolti og handbolti.


Fjölskylda Eiginkona Guðmundar er Hrafnhildur Svansdóttir, f. 1960, lyfjatæknir í Rimaapóteki. Börn þeirra eru Guðmundur Rúnar, f. 1987, Arnþór Freyr, f. 1991, og Una, f. 1995. Barnabarn þeirra er Erik Darri Arnþórsson, f. 2022. Foreldrar Guðmundar voru Skúli Axelsson, f. 1926, d. 2009, , og Sigríður Árný Kristófersdóttir, f. 1932. Þau voru bændur á Bergsstöðum og er Sigríður Árný nú búsett á Laugarbakka.