Blaðamaður Kolbrún Bergþórsdóttir byrjar hinn 1. febrúar.
Blaðamaður Kolbrún Bergþórsdóttir byrjar hinn 1. febrúar.
Kolbrún Bergþórsdóttir rithöfundur, blaðamaður og bókagagnrýnandi hefur störf á Morgunblaðinu 1. febrúar. Hún er landsþekktur blaðamaður og gagnrýnandi en hún starfaði á Morgunblaðinu á árunum 2008-2014

Kolbrún Bergþórsdóttir rithöfundur, blaðamaður og bókagagnrýnandi hefur störf á Morgunblaðinu 1. febrúar.

Hún er landsþekktur blaðamaður og gagnrýnandi en hún starfaði á Morgunblaðinu á árunum 2008-2014. Það er því óhætt að segja að hún sé komin aftur heim.

Kolbrún hefur starfað í blaðamennsku í 25 ár en hún var síðast menningarritstjóri Fréttablaðsins. Henni var sagt upp störfum á Fréttablaðinu síðasta sumar og var ástæðan fyrir uppsögninni hagræðing. Um áramótin var útburði á Fréttablaðinu hætt.

Kolbrún hefur gefið út bækur og verið bókagagnrýnandi í Kiljunni hjá Agli Helgasyni. Það urðu fagnaðarfundir þegar hún mætti í höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum í gær til þess að ganga frá ráðningunni.