Ásakaðir Ísidór Nathansson og Sindri Snær Birgisson.
Ásakaðir Ísidór Nathansson og Sindri Snær Birgisson. — Morgunblaðið/Eggert
Munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur um hryðjuverkamálið svonefnda. Fjallað var um form ákæru á hendur þeim Ísidóri Nathanssyni og Sindra Snæ Birgissyni. Lögmenn þeirra fóru fram á frávísun á þeim brotum sem snúa að undirbúningi hryðjuverka, vegna óskýrs orðalags í ákærunni

Munnlegur málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur um hryðjuverkamálið svonefnda. Fjallað var um form ákæru á hendur þeim Ísidóri Nathanssyni og Sindra Snæ Birgissyni. Lögmenn þeirra fóru fram á frávísun á þeim brotum sem snúa að undirbúningi hryðjuverka, vegna óskýrs orðalags í ákærunni.

„Öfugt við það sem hefur verið haldið fram í málinu, af hálfu lögreglunnar, alveg fram að útgáfu ákæru er honum ekki ætlaður neinn ásetningur til að fremja neins konar hryðjuverk,“ segir Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, m.a. í héraðsdómi.

Ekki leitt neitt í ljós

Segir í ákærunni að hann hafi með orðum annars vegar og gjörðum hins vegar ýtt undir og stuðlað að undirbúningi hryðjuverka.

„Það verður algjör viðsnúningur þarna á einhverjum tímapunkti og hann er í raun settur skör neðar. Það er einfaldlega vegna þess að málið hefur ekki leitt neitt í ljós sem rennir stoðum undir fullyrðingar lögreglunnar fram að þeim tíma. Hann er þá flokkaður með mjög óljósum hætti sem einhverskonar hlutdeildarmaður í tilraunarbroti Sindra [Snæs Birgissonar].“

Einar Oddur sagði að þrátt fyrir að dómari hefði haft frumkvæði að athugun á formhliðinni, hefði líklega komið til frávísunarkröfu af hálfu beggja ákærðu síðar.