Lán Flóðið fór á milli húsa í byggðinni á Patreksfirði, á svipuðum slóðum og í flóðinu 1983.
Lán Flóðið fór á milli húsa í byggðinni á Patreksfirði, á svipuðum slóðum og í flóðinu 1983. — Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson
Ekki urðu slys á fólki þegar krapaflóð féll á tíunda tímanum í gær á Patreksfirði. Enginn varð fyrir flóðinu samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum en það lenti á einu húsi. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð í gær og ríkislögreglustjóri, í…

Ekki urðu slys á fólki þegar krapaflóð féll á tíunda tímanum í gær á Patreksfirði. Enginn varð fyrir flóðinu samkvæmt tilkynningu frá almannavörnum en það lenti á einu húsi. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð var virkjuð í gær og ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Vestfjörðum, lýsti yfir hættustigi almannavarna á Patreksfirði. Fljótlega var hættustigi aflýst og ekki var útlit fyrir hættu á fleiri flóðum fyrir ofan byggðina. Götum var lokað um tíma og íbúarnir beðnir að halda sig heima við.

„Það rigndi mjög mikið í nótt og í morgun en það hefur minnkað. En það er greinilegt að mikil vatnssöfnun var í gilinu,“ sagði Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð í samtali við mbl.is í gær. Sagði hún krapann hafa stöðvast við Aðal­strætið en vatnsflaumurinn hefði farið lengra niður eftir.

Flóðið féll niður sama farveg og flóðið sem féll á Patreksfirði 22. janúar 1983 en var mun minna að umfangi. Líklega var það 30-50 metra breitt á svæðinu fyrir ofan Aðalstræti. Krapaflóðin á Patreksfirði fyrir fjórum áratugum kostuðu fjóra lífið en þau féllu í janúar 1983 og því einungis nokkrar dagar síðan þeirra atburða var minnst. kris@mbl.is