Norður ♠ 3 ♥ 108764 ♦ Á9652 ♣ 53 Vestur ♠ 102 ♥ K2 ♦ K1083 ♣ ÁD864 Austur ♠ KDG9865 ♥ D ♦ G8 ♣ G102 Suður ♠ Á74 ♥ ÁG953 ♦ D4 ♣ K97 Suður spilar 4♥ dobluð

Norður

♠ 3

♥ 108764

♦ Á9652

♣ 53

Vestur

♠ 102

♥ K2

♦ K1083

♣ ÁD864

Austur

♠ KDG9865

♥ D

♦ G8

♣ G102

Suður

♠ Á74

♥ ÁG953

♦ D4

♣ K97

Suður spilar 4♥ dobluð.

Þegar Zia var ungur maður og árlegur gestur á bridshátíð átti hann það til að framlengja dvöl sína á landinu í nokkra daga. Ekki til að skoða Gullfoss og Geysi, heldur til að spila rúbertu upp á háa bit við stórhuga Íslendinga. Árið 1987 hélt hann á spilum norðurs með Þórarin Sigþórsson sem makker í suður.

Þórarinn opnaði á 1♥, vestur passaði og Zia svaraði á grandi! Austur kom inn á 2♠ – pass og pass til Zia, sem ítrekaði grandviljann með 2G!! Aftur barðist austur í 3♠ og nú fyrst tók Zia undir lit makkers, sagði 4♥. Dobl í vestur og spaðatían út. Þórarinn drap, trompaði spaða, fór heim á hjartaás og stakk aftur spaða. Sendi svo vestur inn á trompkóng og lagði upp.

„Átti Tóti ekki 85 ára afmæli um daginn?“

„Jú-jú, en hvað kemur það málinu við?“

„Ekkert, ég bara spurði.“