Kaupmannahöfn 1 af hverjum 512 íbúum Danmerkur er Íslendingur.
Kaupmannahöfn 1 af hverjum 512 íbúum Danmerkur er Íslendingur. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
13% Íslendinga voru búsett erlendis árið 2022, eða alls 48.951 íslenskur ríkisborgari með skráð lögheimili erlendis. 62% bjuggu á Norðurlöndunum en langflestir bjuggu í Danmörku, eða 11.590 Íslendingar

13% Íslendinga voru búsett erlendis árið 2022, eða alls 48.951 íslenskur ríkisborgari með skráð lögheimili erlendis. 62% bjuggu á Norðurlöndunum en langflestir bjuggu í Danmörku, eða 11.590 Íslendingar. Þetta kemur fram í samantekt Þjóðskrár en íslenskir ríkisborgarar voru með skráð lögheimili í alls 100 löndum af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna 1. desember síðastliðinn. Í 15 löndum býr einungis einn íslenskur ríkisborgari, en þar á meðal er Indland sem er næstfjölmennasta land heims. » 6