Flugfélög Fimm erlendir aðilar eru meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair.
Flugfélög Fimm erlendir aðilar eru meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair. — Morgunblaðið/Hörður Sveinsson
Töluverð velta hefur verið með bréf í Icelandair í þessari viku, eða rúmir 4,5 milljarðar króna. Gengi bréfa í félaginu hefur nú hækkað um 7,5% á einni viku. Á uppfærðum hluthafalista, sem birtur var á síðu félagsins í gær, kemur bandaríski…

Töluverð velta hefur verið með bréf í Icelandair í þessari viku, eða rúmir 4,5 milljarðar króna. Gengi bréfa í félaginu hefur nú hækkað um 7,5% á einni viku.
Á uppfærðum hluthafalista, sem birtur var á síðu félagsins í gær, kemur bandaríski fjárfestingasjóðurinn Briarwood Capital Partners nýr inn á lista yfir 20 stærstu hluthafa Icelandair. Sjóðurinn á nú um 707 milljónir hluta, eða um 1,7% hlut í félaginu. Þá hafa Brú lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóður verslunarmanna lækkað hlut sinn nokkuð á meðan Gildi hefur aukið við hlut sinn.

Gengi bréfa í Icelandair lækkaði um 11% í fyrra en hefur, þrátt fyrir miklar truflanir á flugi í janúar, hækkað um 24% það sem af er þessum fyrsta mánuði ársins.