— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bridshátíð hófst með pomp og prakt í Hörpu klukkan sjö í gærkvöldi. Eliza Reid forsetafrú sagði fyrstu sögnina á mótinu, þar sem saman eru komnir allir sterkustu íslensku spilararnir, en einnig þekktir spilarar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og hinum norrænu löndunum

Bridshátíð hófst með pomp og prakt í Hörpu klukkan sjö í gærkvöldi. Eliza Reid forsetafrú sagði fyrstu sögnina á mótinu, þar sem saman eru komnir allir sterkustu íslensku spilararnir, en einnig þekktir spilarar frá Bandaríkjunum, Bretlandi og hinum norrænu löndunum. Keppnin verður hluti af nýrri mótaröð Alþjóðabridgesambandsins, sem hefst á næsta ári, en Brids­hátíð er fyrsta mótið sem samþykkt hef­ur verið inn í þessa mótaröð. Tví­menn­ings­mót Brids­hátíðar hófst í gærkvöldi og heldur áfram á morgun og eru þar 162 pör skráð. Sveita­keppni verður á laug­ar­dag og sunnu­dag og hafa 86 sveit­ir verið skráðar til þátt­töku.