Skákdagurinn Hraðskákmót taflfélaga var haldið þann 26. janúar. Fremstir eru Jóhann Hjartarsonar og Vignir Vatnar.
Skákdagurinn Hraðskákmót taflfélaga var haldið þann 26. janúar. Fremstir eru Jóhann Hjartarsonar og Vignir Vatnar. — Ljósmynd/Helgi Ólafsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Um svipað leyti og tilkynnt var að heimsmeistaraeinvígi Kínverjans Lirens Dings og Rússans Jans Nepomniachtchis hæfist 7. apríl nk. í Astana í Kasakstan tapaði Magnús Carlsen tveimur skákum í röð, fyrst fyrir Anish Giri og síðan fyrir Úsbekanum Nodirbek Abdusattorov

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Um svipað leyti og tilkynnt var að heimsmeistaraeinvígi Kínverjans Lirens Dings og Rússans Jans Nepomniachtchis hæfist 7. apríl nk. í Astana í Kasakstan tapaði Magnús Carlsen tveimur skákum í röð, fyrst fyrir Anish Giri og síðan fyrir Úsbekanum Nodirbek Abdusattorov. Illu heilli hafði hann styrkt verulega stöðu efstu manna í þeirri baráttu um sigurinn. En Norðmaðurinn var ekki af baki dottinn og í næstu fimm skákum hlaut hann fjóra vinninga. Sá ágæti sprettur gerir það að verkum að hann á enn möguleika á að vinna mótið. Í gær fór fram ellefta umferð og mótinu lýkur um helgina. Staða efstu manna fyrir lokasprettinn var þessi:

1. Abdusattorov 7 v. (af 10). 2. Giri 6½ v. 3.-4. Magnús Carlsen og So 6 v. 5.-6. Aronjan og Caruana 5½ v.

Mótið í Wijk aan Zee er stærsta skákhátíð Hollendinga og þar er teflt í fjölmörgum flokkum og mikil stemning. Hollendingar hafa í gegnum tíðina átt marga sigurvegara í Wijk. Árið 2021 sigraði Jorden Van Foreest en í ár eru vonir heimamanna bundnar við Anish Giri. Það gæti unnið gegn honum á lokasprettinum hversu friðsamur hann er á köflum en stuðningur hollenskra skákunnenda mun örugglega hjálpa honum. Sigur hans yfir Indverjanum Gukesh í byrjun móts var gott veganesti en leiftursókn hans í byrjun tafls heppnaðist fullkomlega. Skákir fremstu meistara í dag einkennast oft af óvenjulegri liðskipan ásamt leikáætlun sem er oft vel undirbúin með öflugum hugbúnaði. Hvort það réð úrslitum liggur þó ekki fyrir:

Tata Steel-mótið í Wijk aan Zee, 2. umferð:

Anish Giri – Dommaraju Gukesh

Nimzo-indversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4 5. Bg5 h6 6. Bxf6 Dxf6 7. e3 0-0 8. Hc1 dxc4 9. Bxc4 c5 10. 0-0 cxd4 11. Re4 De7 12. a3 Ba5 13. exd4 Hd8 14. Hc2!?

Byrjun þessarar skákar hefur margoft sést áður en 13. leikurinn þó fremur sjaldséður. Ebn 13. Hc2 er nýr leikur í stöðunni og upphafið að leikáætlun sem gengur fullkomlega upp.

14. ... Bd7 15. He2 Bc6 16. Dc2 Bb6?

Vélarnar mæla með 16. ... Hc8.

17. Hfe1 Kh8

Tapar. Hann varð að leika 17. ... Bd5 en eftir 18. Bxd5 Hxd5 19. Tce3 og d5 er staða svarts erfið.

- Sjá stöðumynd 1 -(STÖÐUM 1)

18. Reg5! hxg5 19. Hxe6 fxe6 20. Hxe6 Dxe6

21. ... Df8 22. Rxg5 er vonlaust. Svartur bindur vonir sínar við að tefla með hrók og tveimur léttum og drottningunni.

21. Bxe6 Bxf3

(STÖÐUM 2)22. Df5!

Það er engin vörn eftir þennan þrumuleik.

22. ... Be4 23. Dxe4 Hxd4 24. Df3 g4 25. Df8+ Kh7 26. Bf5+ Kh6 27. Bc2(STÖÐUM 3)

– og svartur gafst upp.

Línur farnar að skýrast

Vignir Vatnar Stefánsson, Benedikt Briem og Alexandr Domalchuk-Jónasson deila efsta sætinu eftir sex umferðir á Skákþingi Reykjavíkur en Vignir, sem tapaði óvænt fyrir Jóhanni Ragnarssyni í 3. umferð, vann Arnar Milutin í sjöttu umferð sl. miðvikudag. Í sjöundu umferð mætast þeir Vignir og Alexandr en Benedikt teflir við Jóhann Ingvason.

Á Skákhátíð Fulltingis í Garðabæ er teflt í tveimur flokkum við glæsilegar aðstæður og keppendalistinn er ekki af verri endanum. Vignir Vatnar Stefánsson hefur unnið allar þrjár skákir sínar en í 2.-4. sæti koma Jóhann Hjartarson, Bragi Þorfinnsson og Helgi Áss Grétarsson með 2½ vinning hver. Vignir mætir Jóhanni í 4. umferð og Helgi Áss teflir við Braga Þorfinnsson.