Philip Anselmo er umdeildur.
Philip Anselmo er umdeildur. — AFP/Ethan Miller
Slaufað Aðstandendur rokkhátíðanna Rock Am Ring og Rock Im Park í Nürnberg í Þýskalandi hafa ákveðið að bandaríska málmbandið Pantera muni ekki koma fram á hátíðunum í sumar, eins og til stóð, vegna meintra rasískra ummæla söngvarans, Philips…

Slaufað Aðstandendur rokkhátíðanna Rock Am Ring og Rock Im Park í Nürnberg í Þýskalandi hafa ákveðið að bandaríska málmbandið Pantera muni ekki koma fram á hátíðunum í sumar, eins og til stóð, vegna meintra rasískra ummæla söngvarans, Philips Anselmos, á minningartónleikum um Dimebag Darrell, upprunalegan gítarleikara Pantera, fyrir nokkrum árum. Þar heilsaði Anselmo að nasistasið og hrópaði „hvítt vald“ fram í salinn. Hann kvaðst seinna hafa verið að grínast og verið að vísa í hvítvín baksviðs. Því trúðu fáir. Íbúar Nürnberg eru sérstaklega viðkvæmir fyrir slíku enda héldu stuðningsmenn Hitlers þar ítrekað fjöldafundi á sinni tíð.