Memphis Óttast um óeirðir.
Memphis Óttast um óeirðir.
Órói var í borginni Memphis í Bandaríkjunum í gær þegar lögregluyfirvöld bjuggu sig undir að opinbera myndband af yfirgengilegum barsmíðum á Tyre Nicholas. Nicholas var handtekinn fyrir meintan glæfraakstur og fimm lögreglumenn börðu hann svo illa við handtökuna 7

Órói var í borginni Memphis í Bandaríkjunum í gær þegar lögregluyfirvöld bjuggu sig undir að opinbera myndband af yfirgengilegum barsmíðum á Tyre Nicholas. Nicholas var handtekinn fyrir meintan glæfraakstur og fimm lögreglumenn börðu hann svo illa við handtökuna 7. janúar sl. að þremur dögum seinna lést hann á sjúkrahúsi í Memphis. Mikil umræða um málið var í flestum fjölmiðlum vestanhafs í gær.

Fjölskylda Nicholas hafði séð myndbandið og sagði það hafa verið hræðilegt. „Þeir börðu hann þannig að hann var með marbletti út um allt og höfuðið á honum var bólgið eins og vatnsmelóna,“ sagði RowVaughn Wells, móðir Nicholas, í samtali við CNN. „Hvar er manngæskan? Þeir börðu son minn eins og sekk.“

Lögreglumennirnir fimm hafa verið ákærðir fyrir annars stigs morð á Nichols, grófa líkamsárás og mannrán. Enn er athygli landsmanna dregin að ofbeldisfullum aðgerðum lögreglunnar gagnvart svörtum karlmönnum. Það sem er einstakt við morðið á Nichols er að allir lögreglumennirnir eru svartir, sem er einsdæmi í sambærilegum málum vestanhafs. Lögreglumönnunum var sleppt úr fangelsi í gær eftir greiðslu tryggingar fram að réttarhöldum.