Nýgerður kjarasamningur Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd fjármálafyrirtækja var naumlega samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í SSF. Atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í gær og urðu úrslitin þau…

Nýgerður kjarasamningur Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd fjármálafyrirtækja var naumlega samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna í SSF. Atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í gær og urðu úrslitin þau að já sögðu 1.568 eða 53,5% en nei sögðu 1.268 eða 43,3%. 95 tóku ekki afstöðu til samningsins eða 3,2%

Mikil þátttaka var í atkvæðagreiðslunni og kusu alls 82,2% félagsmanna að því er greint er frá á vefsíðu SSF. „Það er kristaltært að það er mikið líf í okkar samtökum og leiðin áfram hlýtur að vera björt,“ segir Ari Skúlason, formaður SSF, í frétt á vef SSF. Forystumenn SSF voru ekki sáttir við niðurstöður viðræðnanna og lýstu því yfir þegar samningurinn var undirritaður að ekki hefðu náðst fram þær kröfur sem gerðar voru en ákváðu engu að síður að bera hann undir atkvæði.