Grímuleiksýningin Ég heiti Steinn verður sýnd í Frystiklefanum á Rifi í dag og á morgun. Er það sýning án orða og ætluð ungum áhorfendum frá sex ára aldri. Í verkinu koma við sögu persónugerðir steinar með ólíka eiginleika, einn er feiminn, annar…
Grímuleiksýningin Ég heiti Steinn verður sýnd í Frystiklefanum á Rifi í dag og á morgun. Er það sýning án orða og ætluð ungum áhorfendum frá sex ára aldri. Í verkinu koma við sögu persónugerðir steinar með ólíka eiginleika, einn er feiminn, annar ákveðinn og saman eru þeir eins og trúðar. Umhverfi þeirra á sviði er innblásið af íslensku landslagi. Leikstjóri sýningarinnar er Lucas Rastoll og listrænn stjórnandi leikfélagsins Reine Mer Theatre Company í Frakklandi sem setur verkið upp hér á landi.