Ingvar Hallgrímsson fæddist í Vestmannaeyjum 23. janúar 1923 en ólst upp í Skerjafirði. Foreldrar Ingvars voru Elísabet V. Ingvarsdóttir f. 1898, d. 1976, og Hallgrímur Jónasson, f. 1894, d. 1991.
Ingvar var stúdent frá MR 1944 og cand.phil frá Háskóla Íslands 1946 og útskrifast mag.scient frá Óslóarháskóla 1954. Hann hóf störf hjá fiskideild atvinnudeildar Háskóla Íslands 1955, síðar Hafrannsóknarstofnun og vann þar alla tíð. Sérsvið hans voru svif- og krabbadýr, rækjurannsóknir og rækjuleit. Hann skrifaði fræðigreinar og var ötull talsmaður verndunar fiskistofna. Ingvar var fulltrúi Hafró við byggingu rannsóknarskipsins Bjarna Sæmundssonar og forstjóri í afleysingum. Hann kenndi við Lærdómsdeild Verzlunarskóla Íslands.
Ingvar starfaði í félagsmálum, Félagi íslenskra náttúrufræðinga og var heiðursfélagi þess, var virkur talsmaður eldri borgara og sat í stjórn Landssambands aldraðra. Hann ritaði ógrynni greina um sjávarútvegsmál og almenn mál í blöð og tímarit.
Ingvar var kvæntur Jóhönnu Katrínu Magnúsdóttur f. 1923, d. 1985. Dætur þeirra eru þrjár. Sambýliskona Ingvars var Helga Guðmundsdóttir f. 1931.
Ingvar lést 19.9. 2017.