Norður ♠ D752 ♥ KG9732 ♦ KG2 ♣ -- Vestur ♠ -- ♥ 85 ♦ 10 ♣ ÁKD10986543 Austur ♠ 10983 ♥ 104 ♦ D9875 ♣ G2 Suður ♠ ÁKG64 ♥ ÁD6 ♦ Á643 ♣ 7 Suður spilar 7G dobluð

Norður

♠ D752

♥ KG9732

♦ KG2

♣ --

Vestur

♠ --

♥ 85

♦ 10

♣ ÁKD10986543

Austur

♠ 10983

♥ 104

♦ D9875

♣ G2

Suður

♠ ÁKG64

♥ ÁD6

♦ Á643

♣ 7

Suður spilar 7G dobluð.

Ef illa er stokkað verður gjöfin flöt. Þetta hafa menn lengi vitað. Því urðu nokkur þáttaskil í bridsheiminum þegar tölvan tók við mannshendinni sem gjafari – skiptingin varð villtari. „Þetta er í samræmi við lögmál tölfræðinnar,“ sögðu sérfræðingar og smátt og smátt vöndust spilarar þessari breytingu. En þó kom fyrir að ýmsum þótti nóg um.

Á bridshátíð 1990 tók tölvan upp á því að útdeila þremur efstu tíundu í laufi á einn spilara. Og ekki nóg með það, heldur átti sami spilari út gegn 7G á tveimur borðum! Það sem gerðist var í raun mjög skiljanlegt. Eftir opnun norðurs á 1♥ stýrði suður sögnum í 7♥ og vestur útspilsdoblaði út á eyðuna í spaða. Einhvern tíma í miðjum klíðum hafði norður sýnt fyrstu fyrirstöðu í laufi og suður tók sénsinn á því að sú fyrirstaða væri ásinn og reyndi 7G.