„Það er magnað að fá tækifæri til að búa til nýtt ráðuneyti frá grunni á árinu 2022,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fékk það hlutverk að stofna nýtt ráðuneyti um málaflokka sína
„Það er magnað að fá tækifæri til að búa til nýtt ráðuneyti frá grunni á árinu 2022,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem fékk það hlutverk að stofna nýtt ráðuneyti um málaflokka sína. Ráðuneytið hefur nú starfað í eitt ár. Í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins ræðir hún um helstu verkefnin, um framtíðarsýn sína fyrir Ísland og hagkerfið, um viðhorf til einkalífs ungra kvenna í stjórnmálum og fleira.