[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftirlitsstofnanir ríkisins slá ekki slöku við og gerast raunar æ umsvifameiri og afskiptasamari. Nýjasta fréttin af Samkeppniseftirlitinu er að það hafi blandað sér í majónes-mál. Ekki eru allir sannfærðir um ágæti þeirra afskipta.

Eftirlitsstofnanir ríkisins slá ekki slöku við og gerast raunar æ umsvifameiri og afskiptasamari. Nýjasta fréttin af Samkeppniseftirlitinu er að það hafi blandað sér í majónes-mál. Ekki eru allir sannfærðir um ágæti þeirra afskipta.

Geir Ágústsson verkfræðingur skrifar um þetta á blog.is: „Samkeppniseftirlitið hefur ógilt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á Gunnars ehf., sem áður hét Gunnars majónes. Að mati eftirlitsins hefði samruninn haft alvarlegar afleiðingar fyrir samkeppni, viðskiptavinum og neytendum til tjóns. Markaðsráðandi staða hefði orðið til á nán­ar til­greind­um mörkuðum fyr­ir hreint maj­ónes og aðrar til­bún­ar kald­ar sós­ur sem skil­greind­ir eru nán­ar í ákvörðun­inni. Mikilli ógæfu afstýrt og majónes-neytendur og neytendur annarra kaldra sósa eru hólpnir. Áfram munu litlir framleiðendur keppa á markaði fámennis og dreifðrar byggðar, en auðvitað í blússandi samkeppni.“

Geir telur þessa ákvörðun Samkeppniseftirlitsins hreina vitleysu og spyr hvort skattgreiðendur séu „virkilega að borga fólki í þægilegri innivinnu há laun til að standa í aðskilnaði sósuframleiðenda á örsmáum markaði sem að auki er opinn fyrir innflutningi frá erlendum sósuframleiðendum?“

Þeirri spurningu svarar hann sjálfur játandi og bætir við að hið opinbera geymi margar aðrar botnlausar hítir fyrir skattgreiðendur.

Dettur einhverjum í hug að með þessu sé Samkeppniseftirlitið að þjóna hagsmunum almennings? Ef til vill með svipuðum hætti og þegar það lætur loka verslunum á landsbyggðinni í þágu íbúanna þar?