Úr þáttunum Squid Game
Úr þáttunum Squid Game
Þátttakendur í raunveruleikaþáttum Netflix, sem byggðir eru á hinum leiknu þáttum veitunnar Squid Game, hafa ekki slasast við tökur, ef marka má yfirlýsingu veitunnar sem kom í kjölfar frétta af slíkum meiðslum

Þátttakendur í raunveruleikaþáttum Netflix, sem byggðir eru á hinum leiknu þáttum veitunnar Squid Game, hafa ekki slasast við tökur, ef marka má yfirlýsingu veitunnar sem kom í kjölfar frétta af slíkum meiðslum. Einhverjir þátttakenda höfðu þá líkt tökustað við vígvöll. Í frétt dagblaðsins The Guardian segir að þrír keppendur hafi þurft að leita til læknis eftir átök við tökur, samkvæmt upplýsingum frá Netflix, en talsmenn veitunnar segja þó engan hafa slasast alvarlega. Þetta stangast á við ummæli þátttakanda sem ræddi við blaðamann enska götublaðsins The Sun. Sagði sá marga keppendur hafa slasast illa og það strax í fyrstu þrautinni, „Rautt ljós, grænt ljós“. Þáttaröðin mun bera titilinn Squid Game: The Challenge og munu 456 manneskjur keppa um gríðarháa verðlaunaupphæð.