Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir býður upp á listamannsspjall um einkasýningu sína Línur, flækjur og allskonar á morgun, sunnudag, í Listasafni Reukjanesbæjar kl. 14 og mun Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri leiða spjallið

Guðrún Gunnarsdóttir býður upp á listamannsspjall um einkasýningu sína Línur, flækjur og allskonar á morgun, sunnudag, í Listasafni Reukjanesbæjar kl. 14 og mun Aðalsteinn Ingólfsson sýningarstjóri leiða spjallið. Guðrún er í tilkynningu sögð frumkvöðull á sviði þráðlistar og segir að sýningin gefi góða mynd af þróun hennar sem listamanns, allt frá áttunda áratugnum til samtímans. Klukkustund áður en spjallið hefst mun myndlistarkonan Björk Guðnadóttir leiða listasmiðju barna og er það önnur vinnustofan í nýstofnuðum krakkaklúbbi Listasafns Reykjanesbæjar.