Guðríður Jóhanna Ólafía Júlíusdóttir fæddist 23. júlí 1924. Hún lést 21. nóvember 2022.
Jarðarförin fór fram í kyrrþey.
Að leiðarlokum vil ég senda mína hinstu kveðju til gömlu frænku minnar héðan úr Arnarfirði, sem átti heima hér á Bíldudal þegar ég var barn. Hún mun hafa flutt héðan um 1950. Hér á Bíldudal voru oft á tíðum fallegar ungar stúlkur var mér tjáð og mun Gurra frænka hafa verið ein af þeim.
Ég kveð þig að lokum með ljóði Herdísar Andrésdóttur úr Flatey á Breiðafirði:
Lækkar lífdaga sól,
löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá
sem að lögðu mér lið,
ljósið kveiktu mér hjá.
Jón Kr. Ólafsson
söngvari, Reynimel,
Bíldudal.