— Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn Sigurður VE-15 kom til Þórshafnar í gær með 860 tonn af loðnu sem veiddist austur af Glettinganesgrunni en þaðan eru um 150 sjómílur til Þórshafnar. Jón Axelsson skipstjóri sagði þetta vera fallega loðnu sem verður unnin bæði í frystingu og fiskimjöl

Þórshöfn Sigurður VE-15 kom til Þórshafnar í gær með 860 tonn af loðnu sem veiddist austur af Glettinganesgrunni en þaðan eru um 150 sjómílur til Þórshafnar. Jón Axelsson skipstjóri sagði þetta vera fallega loðnu sem verður unnin bæði í frystingu og fiskimjöl. „Við löndum þessum afla og hinkrum svo eftir fréttum um hvort gefinn verði út meiri kvóti,“ sagði Jón enn fremur og vonar að það skýrist í vikunni.