Norður ♠ G82 ♥ Á73 ♦ G106542 ♣ 7 Vestur ♠ Á43 ♥ G654 ♦ 873 ♣ 982 Austur ♠ D109 ♥ 109 ♦ ÁD ♣ ÁK10654 Suður ♠ K765 ♥ KD82 ♦ K9 ♣ DG3 Suður spilar 3♦

Norður

♠ G82

♥ Á73

♦ G106542

♣ 7

Vestur

♠ Á43

♥ G654

♦ 873

♣ 982

Austur

♠ D109

♥ 109

♦ ÁD

♣ ÁK10654

Suður

♠ K765

♥ KD82

♦ K9

♣ DG3

Suður spilar 3♦.

Tvímenningur bridshátíðar var jafn og spennandi fram á síðasta spil, en svo fór á endanum að Norðmennirnir Christian Bakke og Tor Eivind Grude tylltu sér á toppinn með 57,6% skor. Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson stóðu sig best Íslendinga – náðu öðru sæti, sjónarmun á undan þýsku hjónunum Sabine Auken og Roy Welland. Þau Auken og Welland höfðu leitt mótið lengst af síðari keppnisdegi, eða allt þar til þau mættu Gunnlaugi og Kjartani í næstsíðustu umferð.

Hér opnaði Auken í austur á sterku grandi eftir pass tveggja fyrstu. Kjartan passaði í suður, Welland líka, en Gunnlaugur barðist hetjulega í útnáranum – sagði 2♣ í merkingunni tígull eða hálitir. Auken sagði 3♣ á sexlitinn og Kjartan þreifaði fyrir sér með 3♦. Allir pass, níu slagir og hvorki meira né minna en 146 stig af þeim 150 sem voru til skiptanna.