Frábært pottabrauð (passar í 24 cm pott) 25 g ger ½ l volgt vatn 3 tsk salt 600 g hveiti – hér má skipta út 100 g með heilhveiti, spelti eða öðru sem þú vilt 1 dl sólblómakjarnar – eins má nota chiafræ, graskerskjarna, hörfræ eða…

Frábært pottabrauð (passar í 24 cm pott)

25 g ger

½ l volgt vatn

3 tsk salt

600 g hveiti – hér má skipta út 100 g með heilhveiti, spelti eða öðru sem þú vilt

1 dl sólblómakjarnar – eins má nota chiafræ, graskerskjarna, hörfræ eða annað

Leysið gerið upp í skál með vatni. Bætið restinni af hráefnunum saman við. Hrærið saman með skeið. Setjið hreint viskastykki yfir skálina og látið standa í klukkutíma. Eftir 30 mínútur, setjið þá pottinn (sem brauðið á að bakast í) tóman inn í ofn með lokinu á. Ofninn á að vera stilltur á 250°C. Þegar deigið er búið að hefast, færið það þá yfir í heitan pottinn og bakið með lokinu á í 35 mínútur. Takið þá lokið af og látið bakast í nokkrar mínútur til viðbótar eða þar til brauðið hefur fengið gylltan lit. Takið brauðið upp úr pottinum og látið kólna á rist. Ef þið kjósið að brauðið fái „ekta“ bakaraáferð getið þið stráð svolitlu hveiti í botninn á pottinum og ofan á deigið sjálft, áður en það er bakað.