Reynsla Sævar Freyr Þráinsson.
Reynsla Sævar Freyr Þráinsson.
Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Hann mun láta af störfum sem bæjarstjóri í lok mars og hefja störf hjá OR 1. apríl nk. Í tilkynningu frá OR kemur fram að Sævar búi yfir mikilli…

Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Hann mun láta af störfum sem bæjarstjóri í lok mars og hefja störf hjá OR 1. apríl nk.

Í tilkynningu frá OR kemur fram að Sævar búi yfir mikilli reynslu og þekkingu eftir að hafa stýrt stórum fyrirtækjum og nú síðast sveitarfélagi. Hann hafi meðal annars starfað sem forstjóri Símans og 365 miðla. „Þar sem Akraneskaupstaður er einn eigenda OR hefur Sævar Freyr haft hlutverki að gegna gagnvart fyrirtækinu, sem bæjarstjóri. Hann hefur meðal annars stutt við framgang Carbfix og nýtt reynslu sína og bakgrunn í verkefnum tengdum Ljósleiðaranum,“ segir í tilkynningunni. „Það er mikið fagnaðarefni fyrir Orkuveituna að fá Sævar Frey til forystu. Hann þekkir fyrirtækið og verkefni þess mjög vel og hefur langa og góða reynslu af umfangsmiklum stjórnunarstörfum,“ segir Gylfi Magnússon, stjórnarformaður OR, í tilkynningunni.