Meiðsli Ómar Ingi Magnússon þurfti að hætta keppni á HM.
Meiðsli Ómar Ingi Magnússon þurfti að hætta keppni á HM. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, gekkst undir aðgerð á hásin í fyrradag. Á heimasíðu Þýskalandsmeistara Magdeburg segir að útlit sé fyrir að Ómar spili ekki meira á yfirstandandi tímabili en að það komi þó endanlega í ljós þegar…

Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handknattleik, gekkst undir aðgerð á hásin í fyrradag. Á heimasíðu Þýskalandsmeistara Magdeburg segir að útlit sé fyrir að Ómar spili ekki meira á yfirstandandi tímabili en að það komi þó endanlega í ljós þegar lagt hefur verið lokamat á hvernig aðgerðin hafi gengið. Ómar verður ekki með í leikjum Íslands og Tékklands í undankeppni EM í mars og væntanlega ekki gegn Ísrael og Eistlandi í lok apríl.