Markahæst Lilja Ágústsdóttir var markahæst hjá Val með sjö mörk.
Markahæst Lilja Ágústsdóttir var markahæst hjá Val með sjö mörk. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Valur náði tveggja stiga forskoti á toppi Olísdeildar kvenna í handbolta með naumum 27:26-heimasigri á Haukum í gærkvöldi. Haukar voru með 18:14-forskot snemma í seinni hálfleik og voru yfir stærstan hluta leiks, en Valskonur voru sterkari á lokakaflanum og sigldu sætum sigri í höfn

Valur náði tveggja stiga forskoti á toppi Olísdeildar kvenna í handbolta með naumum 27:26-heimasigri á Haukum í gærkvöldi. Haukar voru með 18:14-forskot snemma í seinni hálfleik og voru yfir stærstan hluta leiks, en Valskonur voru sterkari á lokakaflanum og sigldu sætum sigri í höfn. Lilja Ágústsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Val og Thea Imani Sturludóttir sex. Elín Klara Þorkelsdóttir var langmarkahæst hjá Haukum með níu.