Á Hringiðu Eitt af verkum Þorvalds á sýningu hans í Þulu galleríi.
Á Hringiðu Eitt af verkum Þorvalds á sýningu hans í Þulu galleríi.
Sýning Þorvalds Jónssonar, Hringiða, verður opnuð í dag í galleríinu Þulu í milli kl. 15 og 18. Á henni heldur Þorvaldur áfram uppteknum hætti og bregður á leik með sögur sínar á striga og er þráður sýningarinnar tíminn sem er alltaf á iði

Sýning Þorvalds Jónssonar, Hringiða, verður opnuð í dag í galleríinu Þulu í milli kl. 15 og 18. Á henni heldur Þorvaldur áfram uppteknum hætti og bregður á leik með sögur sínar á striga og er þráður sýningarinnar tíminn sem er alltaf á iði. „Við snúumst með verkunum í hringi eins og vísar á klukku,“ segir í tilkynningu og að á málverkunum megi sjá nokkrar persónur í aðalhlutverkum, þ.e. köttinn, karlinn, hænuna, eggið, svínið, konuna og húsið. Þau eldast og takast á við áskoranir lífsins og húmorinn aldrei langt undan.

Þorvaldur Jónsson er fæddur 1984, útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og hefur verið virkur í sýningahaldi á Íslandi og erlendis. Verk hans hafa verið sýnd víða í galleríum og söfnum, m.a. í Listasafni Reyjavíkur, Gerðarsafni, Hafnarborg, Listasafni Akureyrar og Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Hann er einnig einn stofnenda Gallery Ports við Laugaveg.

Gallerí Þula er við Hjartatorg í miðborginni.