Elísabet Þórðardóttir píanóleikari og Þórður Árnason gítarleikari halda tónleika í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og á efnisskránni verða fjölbreytileg verk, allt frá verkum eftir Bach til Þursaflokksins

Elísabet Þórðardóttir píanóleikari og Þórður Árnason gítarleikari halda tónleika í Hallgrímskirkju í dag kl. 12 og á efnisskránni verða fjölbreytileg verk, allt frá verkum eftir Bach til Þursaflokksins. Elísabet er menntaður píanóleikari og starfar sem organisti Laugarneskirkju og píanókennari og undirleikari við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Þórður hefur starfað með ýmsum hljómsveitum, m.a. Þursaflokknum og Stuðmönnum, og tekið þátt í fjölda annarra verkefna.