Rísandi Florence Pugh er ein af rísandi stjörnum kvikmyndaheimsins.
Rísandi Florence Pugh er ein af rísandi stjörnum kvikmyndaheimsins. — AFP/Daniel Leal
Sky Cinema, kvikmyndastreymis­veita ensku sjónvarpsstöðvar­­innar Sky, hefur samið við kvikmyndastjörnurnar Florence Pugh, Natalie Portman og Adam Driver og harðnar því enn stríð streymisveitna um áskrifendur, en helstu keppinautarnir eru Netflix, Prime Video Amazon og Disney+

Sky Cinema, kvikmyndastreymis­veita ensku sjónvarpsstöðvar­­innar Sky, hefur samið við kvikmyndastjörnurnar Florence Pugh, Natalie Portman og Adam Driver og harðnar því enn stríð streymisveitna um áskrifendur, en helstu keppinautarnir eru Netflix, Prime Video Amazon og Disney+. Hefur Sky Cinema tilkynnt um nokkrar væntanlega kvikmyndir þekktra leikstjóra og þeirra á meðal er Ferrari, mynd Michael Mann um bílaframleiðandann Enzo Ferrari, kvikmynd Todd Haynes með Natalie Portman og Julianne Moore sem nefnist December og Pugh mun leika í A Good Person í leikstjórn Zach Braff. Einnig er væntanleg kvikmyndin Lee sem fjallar um stríðsljósmyndarann Lee Miller og er með Kate Winslet í einu aðalhlutverka og The Independent, pólitísk spennumynd með Jodie Turner-Smith og Brian Cox í hlutverkum blaðamanna.

Það er því ljóst að samkeppnin um áskrifendur mun enn harðna milli streymisveitna sem var þó hörð fyrir.