Gerður Kristný
Gerður Kristný
Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir tekur þátt í listamannaspjalli um sýninguna Skil | Skjól í safnaðar­heimili Neskirkju kl. 12 á morgun að lokinni messu

Áslaug Íris Katrín Friðjónsdóttir tekur þátt í listamannaspjalli um sýninguna Skil | Skjól í safnaðar­heimili Neskirkju kl. 12 á morgun að lokinni messu. Þar segir hún frá verkum sínum á sýningunni, vinnuferli og efnistökum, en Vala Pálsdóttir sýningarstjóri leiðir spjallið. Sýningin stendur til 19. febrúar.

Fyrsta menningardagskrá ársins undir heitinu Skammdegisbirta í Neskirkju verður annað kvöld milli kl. 18 og 20. Þar les Gerður Kristný úr ljóðabálkum sínum, þ.e. Blóðhófnir, Drápa, Sálumessa og Urta, auk þess sem stök ljóð fá að fljóta með. Steingrímur Þórhallsson organisti leikur fyrir gesti á orgel kirkjunnar og meðlimir úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms. Boðið er upp á veitingar og vínlögg með fyrir þau sem vilja. Aðgangur er ókeypis, en tekið við frjálsum framlögum.