Valur náði í gærkvöldi átta stiga forskoti á toppi Olísdeildar karla í handbolta með því að sigra FH með sannfærandi hætti á heimavelli, 44:36. Valur skoraði fjögur fyrstu mörkin og var FH ekki líklegt til að jafna eftir það

Valur náði í gærkvöldi átta stiga forskoti á toppi Olísdeildar karla í handbolta með því að sigra FH með sannfærandi hætti á heimavelli, 44:36. Valur skoraði fjögur fyrstu mörkin og var FH ekki líklegt til að jafna eftir það. Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur hjá Val með 13 mörk og Stiven Tobar Valencia gerði sjö. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skot í markinu, þar af eitt víti. Ásbjörn Friðriksson skoraði níu fyrir FH og Einar Bragi Aðalsteinsson sjö. « 48