Friðjón Þórðarson fæddist 5. febrúar 1923 á Breiðabólstað á Fellsströnd. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Kristjánsson, f. 1890, d. 1967, Steinunn Þorgilsdóttir, f. 1892, d. 1984. Friðjón var lögfræðingur að mennt og öðlaðist hrl.-réttindi 1991

Friðjón Þórðarson fæddist 5. febrúar 1923 á Breiðabólstað á Fellsströnd. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Kristjánsson, f. 1890, d. 1967, Steinunn Þorgilsdóttir, f. 1892, d. 1984.

Friðjón var lögfræðingur að mennt og öðlaðist hrl.-réttindi 1991. Hann var fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, sýslumaður Dalasýslu 1955-65, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu 1965-75 og sýslumaður Dalasýslu 1991-93. Friðjón var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1956-59 og 1967-91 og dóms- og kirkjumálaráðherra 1980-83.

Friðjón söng með kvartettinum Leikbræðrum. Hann var formaður Breiðfirðingafélagsins í Reykjavík, stjórnarformaður Sparisjóðs Dalasýslu og sparisjóðsstjóri, var formaður bankaráðs Búnaðarbanka Íslands, sat í hreppsnefnd Stykkishólms 1966-70, var formaður Breiðafjarðarnefndar frá stofnun og var formaður nefndar um Eiríksstaði. Friðjón var heiðursborgari Dalabyggðar.

Fyrri kona Friðjóns var Kristín Sigurðardóttir, f. 1928, d. 1989, en þau eignuðust fimm börn. Seinni kona Friðjóns var Guðlaug Guðmundsdóttir, f. 1936, d. 2011.

Friðjón lést 14.12. 2009.