Norður ♠ Á10 ♥ DG ♦ K76 ♣ ÁKD1092 Vestur ♠ K64 ♥ K9874 ♦ ÁDG94 ♣ -- Austur ♠ G8742 ♥ 32 ♦ 10 ♣ G8764 Suður ♠ D93 ♥ Á1065 ♦ 8532 ♣ 53 Suður spilar 3G

Norður

♠ Á10

♥ DG

♦ K76

♣ ÁKD1092

Vestur

♠ K64

♥ K9874

♦ ÁDG94

♣ --

Austur

♠ G8742

♥ 32

♦ 10

♣ G8764

Suður

♠ D93

♥ Á1065

♦ 8532

♣ 53

Suður spilar 3G.

„Menn segja að þetta sé spil mótsins.“ Fuglunum hafði borist tölvupóstur úr ýmsum áttum þar sem Englendingurinn David Gold var lofaður í hástert fyrir hugmyndaríka spilamennsku í þremur gröndum. Vestur opnaði á einu hjarta, norður doblaði, Gold grandaði á ruslið í suður, vestur sagði tvo tígla og norður þrjú grönd. Tíguldrottning út.

Gold dúkkaði fyrsta slaginn, stakk svo upp tígulkóng í þeim næsta og austur henti lúmsku laufi. „Það er nefnilega það,“ hugsaði Gold: „Annað hvort fellur laufið átakalaust eða austur er að hræra upp í stöðunni með gosann fimmta.“ Gold veðjaði á hið síðarnefnda og spilaði lauftíu úr borði í þriðja slag! Austur drap og spilaði hjarta. Ásinn upp, laufin tekin í botn og vestur píndur niður á kóng annan í spaða til að spila frá í lokin. Níu glæsilegir slagir.