Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Bergþór Ólason alþingismaður hefur í vikunni borið upp spurningar til tveggja ráðherra um samgöngusáttmálann svokallaða, en eins og fram hefur komið hefur áætlaður kostnaður við hann hækkað um litla fimmtíu milljarða króna á þremur árum.

Bergþór Ólason alþingismaður hefur í vikunni borið upp spurningar til tveggja ráðherra um samgöngusáttmálann svokallaða, en eins og fram hefur komið hefur áætlaður kostnaður við hann hækkað um litla fimmtíu milljarða króna á þremur árum.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði Bergþóri því að á heildina litið teldi hann „orðið algerlega nauðsynlegt að uppfæra höfuðborgarsáttmálann“. Hann bætti því við að framlag „sveitarfélaganna inn í þessa 180 milljarða er um 18 milljarðar. Restin eru fjármögnunarleiðir sem ríkið mun þurfa að sjá um.“

Þetta eru gríðarlegir fjármunir og í þessu vega óraunsæ áform um borgarlínuna mjög þungt en skila engu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, var heldur loðnari í svörum en sagði þó að ef staðreyndin væri sú að verkefnin væru að stækka umtalsvert, „sem ég tel mjög líklegt að verði, að þá þurfi að taka þá umræðu, bæði hér í þinginu og víðar, áður en við leggjum af stað“.

Ráðherrarnir virðast gera sér grein fyrir að verkefnið er að blása út og er í raun orðið stjórnlaust, rekið áfram af fyrirtækinu Betri samgöngum, sem sýnir fullkomið ábyrgðarleysi í fjármálum, og meirihlutanum í borgarstjórn, sem er jafnvel enn verri.