Ökumaður dráttarvélar, sem var að ryðja gjallhlassi af þaki sjúkrahússins í Vestmannaeyjum í byrjun febrúar 1973, varð fyrir því óhappi að aka vélinni aftur á bak en ekki áfram. Við það steyptist hann og dráttarvélin ofan af þaki og höfnuðu maðurinn og vélin í sitt hvorum gjallbingnum

Ökumaður dráttarvélar, sem var að ryðja gjallhlassi af þaki sjúkrahússins í Vestmannaeyjum í byrjun febrúar 1973, varð fyrir því óhappi að aka vélinni aftur á bak en ekki áfram. Við það steyptist hann og dráttarvélin ofan af þaki og höfnuðu maðurinn og vélin í sitt hvorum gjallbingnum. Maðurinn slasaðist ekki, heldur hóf þegar að ýta gjalli frá húsinu, sem er fjórar hæðir.

Að sögn Magnúsar Finnssonar, blaðamanns Morgunblaðsins, var áætlað að 600 tonnum af gjalli hefði verið rutt af þaki sjúkrahússins. „Í morgun hófst þakmokstur af fullum krafti, enda kom fjöldi manna með Esjunni í gærkvöldi. Snemma í morgun sáust flokkar varnarliðsmanna ganga í fylkingu upp í kaupstaðinn. Þeir „marséruðu“ í tvöfaldri röð með skóflur um öxl.“

Tíðindalítið hafði verið hjá löggæzluliðinu í Vestmannaeyjum um nóttina, en frá eldstöðvunum bárust miklar drunur. „Vindur var 7-9 stig að suð-suð vestan og um 8 leytið í morgun hófst talsvert gos og stóð eldsúlan 100-200 metra í loft upp.“