Miðillinn N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður N4, harmar þessa niðurstöðu og segir rekstrarumhverfi fjölmiðla erfitt

Miðillinn N4 ehf. hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum eftir að tilraunir til að tryggja framtíð fyrirtækisins báru ekki árangur. Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður N4, harmar þessa niðurstöðu og segir rekstrarumhverfi fjölmiðla erfitt. Inn í það spili fjölmargir þættir.

Fyrirtækið greindi fyrst frá þessu á vefsíðu sinni í gær. N4 hefur framleitt íslenskt efni undanfarin 15 ár og telur fyrirtækið kaflanum lokið að sinni.