Byggingarkranar við Notre-Dame
Byggingarkranar við Notre-Dame
Turninn á Notre-Dame- dómkirkjunni í París verður reistur að nýju í lok ársins en dómkirkjan, sem skemmdist í eldsvoða árið 2019, verður ekki opnuð fyrir almenning fyrr en í fyrsta lagi í lok næsta árs

Turninn á Notre-Dame- dómkirkjunni í París verður reistur að nýju í lok ársins en dómkirkjan, sem skemmdist í eldsvoða árið 2019, verður ekki opnuð fyrir almenning fyrr en í fyrsta lagi í lok næsta árs.

Tréturninn á dómkirkjunni, sem hrundi í eldinum, hefur verið endurbyggður úr sama efni og sá fyrri. Notuð hafa verið 500 tonn af eik í turninn og 250 tonn af blýi í klæðningu og skreytingar. Þá er búið að hreinsa kirkjuna að innan en það var mikið verk.