Svanur Vilbergsson
Svanur Vilbergsson
Svanur Vilbergsson gítarleikari kemur fram á Vetrarhátíð í Kópavogi í dag kl. 14 í Borgum, safn­aðarheimili Kópavogskirkju gegnt Gerðarsafni. Mun Svanur m.a. flytja tvö ný verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur og Gunnar Andreas Kristinsson sem voru bæði samin sérstaklega fyrir hann

Svanur Vilbergsson gítarleikari kemur fram á Vetrarhátíð í Kópavogi í dag kl. 14 í Borgum, safn­aðarheimili Kópavogskirkju gegnt Gerðarsafni.

Mun Svanur m.a. flytja tvö ný verk eftir Hafdísi Bjarnadóttur og Gunnar Andreas Kristinsson sem voru bæði samin sérstaklega fyrir hann. Frítt er inn á tónleikana.

Svanur hefur haldið einleikstónleika víða um lönd og þá m.a. á Reykjavík Classics-tónleikaröðinni í Eldborgarsal Hörpu þar sem hann varð fyrstur klassískra gítarleikara til að spila einleik í þeim sal. Svanur er einn listrænna stjórnenda og stofnenda alþjóðlegu gítarhátíðarinnar Midnight Sun Guitar Festival og er líka liðsmaður í Íslenska gítartríóinu sem sem hefur sérhæft sig í flutningi á íslenskri samtímatónlist.