Samið Fulltrúar stofnenda Eyglóar tóku saman höndum á stofnfundi.
Samið Fulltrúar stofnenda Eyglóar tóku saman höndum á stofnfundi. — l
Betri orkunýting í hringrásarhagkerfi nýsköpunar er inntak samstarfs í orkumálum sem nú hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið hefur fengið heitið Eygló og nú í vikunni var samstarfssamningur undirritaður af fulltrúum stofnenda, sem eru…

Betri orkunýting í hringrásarhagkerfi nýsköpunar er inntak samstarfs í orkumálum sem nú hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið hefur fengið heitið Eygló og nú í vikunni var samstarfssamningur undirritaður af fulltrúum stofnenda, sem eru Landsvirkjun, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Austurbrú og sveitarfélögin á Austurlandið. Heitið Eygló vísar sólarinnar, öflugasta orkugjafa veraldar. Verkefnið er til fjögurra ára og stofnfé er 240 millj. kr.

Meginmarkmið Eyglóar er að efla nýsköpun og þróun, með áherslu á að bæta nýtni hliðarstrauma og flétta þá inn í nýja verðmætasköpun. Þetta meðal annars styður við vöxt sprotafyrirtækja og fjölgar tækifærum til þátttöku í alþjóðlegum verkefnum svo sem á sviði loftslagsmála.

Hér gefst tækfæri til að virkja það hugvit, auðlindir og þekkingu sem fyrir hendi eru. Sameiginlegt átak og stuðningur öflugra aðila skiptir sköpum svo betri nýting auðlinda, frekari verðmæta- og nýsköpun verði að veruleiki, segir í tilkynningu sem höfð er eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, ráðherra umhverfis- og orkumála.