1¾ bollar volgt vatn
1 poki (11 g) þurrger
1 msk. sykur
5 bollar brauðhveiti
1 msk. salt
1 bolli ólífuolía, (skipt í tvennt)
ólífur
rósmarín
gróft sjávarsalt
parmesan-ostur
Setjið gerið og sykurinn í volga vatnið og leyfið því aðeins að taka sig, í u.þ.b. 15 mínútur. Setjið hveiti og salt í hrærivélarskál, blandið saman og notið krókinn á hrærivélinni. Blandið ½ bolla af ólífuolíu og gerblöndunni rólega saman við hveitið. Hnoðið deigið í um það bil 5 mínútur eða þangað til það er orðið slétt og mjúkt. Smyrjið stóra skál með olíu, setjið deigið ofan í, lokið með plastfilmu og látið deigið hefast í u.þ.b. klukkutíma. Setjið hinn helminginn af ólífuolíunni í bökunarform. Þrýstið deiginu út í formið þangað til það nær í alla kanta og horn. Potið í það með fingrunum svo það myndist holur í deigið. Skerið niður ólífur og rósmarín og dreifið yfir deigið. Setjið plastfilmu yfir formið og látið hefast í klukkutíma.
Stillið ofninn á 220°C. Rífið parmesan-ost yfir deigið og dreifið grófu sjávarsalti yfir. Bakið í um það bil 25 mínútur eða þangað til það er orðið gullinbrúnt og bakað í gegn. Leyfið brauðinu að kólna áður en það er skorið niður í kubba eða sneiðar.
Frá lindaben.is.