Verðlaun Íris Mjöll Gylfadóttir framkvæmdastjóri segir að stefnumiðuð vörumerkjastjórnun skipti miklu máli.
Verðlaun Íris Mjöll Gylfadóttir framkvæmdastjóri segir að stefnumiðuð vörumerkjastjórnun skipti miklu máli. — Morgunblaðið/Hákon
Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Bryddað verður upp á þeirri nýjung í útnefningu vörumerkjastofunnar Brandr á bestu vörumerkjum ársins þann 8. febrúar nk. að veitt verða verðlaun fyrir besta íslenska vörumerkið í flokknum „Persónubrandr“.

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Bryddað verður upp á þeirri nýjung í útnefningu vörumerkjastofunnar Brandr á bestu vörumerkjum ársins þann 8. febrúar nk. að veitt verða verðlaun fyrir besta íslenska vörumerkið í flokknum „Persónubrandr“.

„Okkur langar að gefa þeim vægi sem eru að búa til sterkt vörumerki í kringum sína persónu,“ segir Íris Mjöll Gylfadóttir framkvæmdastjóri Brandr í samtali við Morgunblaðið.

Aðrir flokkar verðlaunanna eru hefðbundnari.

„Þar skila allir aðilar inn vörumerkjakynningu sem valnefnd fer yfir og gefur einkunn, ásamt því að keyra Brandr vísitöluna. Hún mælir hversu veik eða sterk vörumerki eru. Það gefur trausta innsýn í stöðu fyrirtækja eða einstakra vörumerkja á markaði.“

Smitten, Blush og Nocco

Í flokknum fyrirtækjamarkaður eru tilnefnd fyrirtækin Advania, Brandenburg, Byko, Controlant og Origo. Í Einstaklingsmarkaðsflokki þar sem eru 49 starfsmenn eða færri eru Alfreð, Happ, Blush, Smitten, Svens og Dineout tilnefnd. Í einstaklingsmarkaðsflokki með 50 eða fleiri starfsmenn eru 66°Norður, Borgarleikhúsið, Íslandsbanki, Krónan, Sky Lagoon, Orkan og Play tilnefnd. Loks eru Boozt, Domino´s, Ikea, Nocco og KFC tilnefnd í flokknum Alþjóðleg vörumerki. Hægt verður að fylgjast með verðlaununum í beinni útsendingu á netinu. Kynnir verður Þorsteinn Bachmann leikari.

Þriðja árið í röð

Íris segir að verðlaunin séu nú veitt þriðja árið í röð. „Við finnum fyrir vaxandi áhuga. Það er gríðarlegur metnaður hjá öllum tilnefndum fyrirtækjum. Þau leggja mikla vinnu í þau gögn sem þau skila til okkar. Ferillinn er fræðilegur. Við erum ekki að veita verðlaun fyrir bestu markaðssetninguna heldur hvernig fyrirtækin vinna með sitt vörumerki. Hvernig þau ná að aðgreina sig á markaði og höfða til mismunandi markhópa. Stefnumiðuð vörumerkjastjórnun skiptir miklu máli.“

Þrjátíu manna valnefnd sér um að velja sigurvegarana. „Nefndin kemur víðs vegar að úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Hún tilnefndi þau vörumerki sem talin eru hafa skarað fram úr á árinu. Neytendum gafst einnig tækifæri á að tilnefna vörumerki.“

Aðspurð segir Íris að skilningurinn og vitundin um mikilvægi sterks vörumerkis hafi aukist mikið á seinni árum. Fyrirtæki átti sig á að það að fjárfesta í uppbyggingu góðs vörumerkis skili sér margfalt til baka.

„Almennt eru fyrirtækin líka orðin mjög meðvituð um mikilvægi þess að hafa gott vörumerki til að laða að og halda í hæft starfsfólk. Þetta atriði hefur eflst mikið eftir faraldurinn.“

Áberandi í ár er áhersla fyrirtækja á sjálfbærni. „Mörg fyrirtæki hafa styrkt sig á því sviði enda sýna rannsóknir tengingu á milli trausts og ESG þátta (UFS - umhverfismál, samfélagsmál og stjórnarhættir) segir Íris að lokum.

Tilnefnd vörumerki

Fyrirtæki í fjórum flokkum

Advania, Brandenburg, Byko, Controlant og Origo.

Alfreð, Happ, Blush, Smitten, Svens og Dineout.

66°Norður, Borgarleikhúsið, Íslandsbanki, Krónan, Sky Lagoon, Orkan og Play.

Boozt, Domino´s, IKEA, Nocco og KFC.

Höf.: Þóroddur Bjarnason