Undraland Kristinn Már býður í ferðalag inn í undraland vöntunar.
Undraland Kristinn Már býður í ferðalag inn í undraland vöntunar. — Morgunblaðið/Einar Falur
Kristinn Már Pálmason opnar myndlistarsýningu í dag kl. 16 í Portfolio galleríi að Hverfisgötu 71. Kristinn býður áhorfendum að fylgja sér í „undraland“ vöntunar þar sem órar liggja í leyni með því að halda fjarlægð frá ytri táknmynd, eins og því er lýst í tilkynningu

Kristinn Már Pálmason opnar myndlistarsýningu í dag kl. 16 í Portfolio galleríi að Hverfisgötu 71. Kristinn býður áhorfendum að fylgja sér í „undraland“ vöntunar þar sem órar liggja í leyni með því að halda fjarlægð frá ytri táknmynd, eins og því er lýst í tilkynningu.

Segir þar að myndverk Kristins hefji sig upp yfir þekktan efnisheim okkar en skapi þess í stað lögmál sem tákngeri vandlega hugarheim listamannsins í sjónræna geómetríu sem sé um leið vegurinn að einhvers konar andlegri frelsun þar sem vöntunin í myndefninu sé sköpuð meðvitað.

Sýningin verður opin fimmtudaga til sunnudaga til 26. febrúar.