— AFP
Norsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hyggist festa kaup á 54 nýjum Leopard 2A7-skriðdrekum sem eiga að leysa eldri gerð af hólmi. Þessi kaup hafa verið í undirbúningi um nokkurra ára skeið en Norðmenn eiga fyrir 36 gamla Leopard 2A4-skriðdreka og áforma að færa Úkraínumönnum nokkra þeirra

Norsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hyggist festa kaup á 54 nýjum Leopard 2A7-skriðdrekum sem eiga að leysa eldri gerð af hólmi. Þessi kaup hafa verið í undirbúningi um nokkurra ára skeið en Norðmenn eiga fyrir 36 gamla Leopard 2A4-skriðdreka og áforma að færa Úkraínumönnum nokkra þeirra.

Norska þingið hefur samþykkt að verja 19,7 milljörðum norskra króna, jafnvirði um 280 milljarða króna, til varnarmála og rúmast kaupin á skriðdrekunum innan þeirrar fjárveitingar. Þýska fyrir­tækið Krauss-Maffei Wegmann framleiðir Leopard-skriðdrekana. Gert er ráð fyrir að fyrstu skriðdrekarnir verði afhentir árið 2026.

„Við erum að mæta einhverri alvarlegustu öryggisógn frá síðari heimsstyrjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra í gær. „Staðan er mjög alvarleg vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Nýtt járntjald hefur risið.“