UT-messa Fulltrúar Controlant og Ský, þeir Gísli Herjólfsson og Erlingur Brynjúlfsson, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands.
UT-messa Fulltrúar Controlant og Ský, þeir Gísli Herjólfsson og Erlingur Brynjúlfsson, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. — Ljósmynd/Arnheiður Guðmundsdóttir
Controlant hlaut Upplýsingatækniverðlaun Ský 2023 sem voru afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu- og sýningardegi UTmessunnar í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti stofnendum Controlant, þeim Gísla Herjólfssyni forstjóra og…

Controlant hlaut Upplýsingatækniverðlaun Ský 2023 sem voru afhent við hátíðlega athöfn á ráðstefnu- og sýningardegi UTmessunnar í gær. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti stofnendum Controlant, þeim Gísla Herjólfssyni forstjóra og Erlingi Brynjúlfssyni framkvæmdastjóra vöruþróunar, verðlaunin sem er glerlistaverk eftir Ingu Elínu.

UT-verðlaunin eru heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Skýrslutæknifélag Íslands (Ský) veitir verðlaunin og eru þau að danskri fyrirmynd. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá árinu 2010. Meðal fyrirtækja sem unnið hafa verðlaunin undanfarin ár eru Syndis, Íslensk erfðagreining og Marel.

Controlant var stofnað árið 2007 og er leiðandi hátæknifyrirtæki á sviði rauntímavöktunarlausna fyrir alþjóðlega lyfjaiðnaðinn.

Fern önnur verðlaun voru veitt í gær. Fyrirtækið AWAREGO var valið UT-fyrirtæki ársins, Snerpa Power fékk verðlaun sem UT- sprotinn, netöryggissveitin CERT-ÍS er UT-Stafræna þjónustan 2022 og þá fékk Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir verðlaun sem UT-Fjölbreytileikafyrirmynd ársins.