Stína spyr Jón eftir heimsókn til læknis: „Fékkstu heyrnartæki?“ „Jú, ég fékk hægðalyf og heyrnartæki.“ „Kveiktu þá á heyrnartækinu.“ „HA?“ „KVEIKTU ÞÁ Á HEYRNARTÆKINU!“ „Ég er búinn að því.“ Jón dregur hægðastíl út úr eyranu: „Fyrst þetta var í…

Stína spyr Jón eftir heimsókn til læknis: „Fékkstu heyrnartæki?“ „Jú, ég fékk hægðalyf og heyrnartæki.“ „Kveiktu þá á heyrnartækinu.“ „HA?“ „KVEIKTU ÞÁ Á HEYRNARTÆKINU!“ „Ég er búinn að því.“ Jón dregur hægðastíl út úr eyranu: „Fyrst þetta var í eyranu á mér, hvað hef ég þá gert við heyrnartækið?“

Fíll og mús eru saman í göngutúr. Músin spyr: „Má ég labba í skugganum undir þér, mér er svo heitt?“ Fílinn: „Já, allt í lagi, en við skiptumst þá á!“

Eftir bankaránið vantar 100 þúsund krónur í peningageymsluna. Reiður segir bankastjórinn við blaðamanninn: „Skrifaðu í fréttina að einni milljón hafi verið stolið! Þá fær hann alla vega skammir frá félögum sínum!“

Prestur í Villta vestrinu vill festa kaup á hesti. Kaupmaðurinn sýnir honum fák: „Kauptu þennan svarta hest. Hann hleypur af stað þegar hann heyrir „guð minn góður!“ og stoppar þegar hann heyrir „amen!“. Presturinn kaupir þennan trúaða hest og fer á bak. Innan skamms tekur hesturinn stökk og hleypur í átt að stórfljóti. Presturinn fer með faðirvorið og um leið og hann segir amen, snarstoppar hesturinn. Prestinum er létt og segir hann: „Guð minn góður!“

Pabbinn segir við son sinn: „Palli, kennarinn þinn hefur miklar áhyggjur af einkunnunum þínum!“ „Æi, pabbi, við eigum ekki að velta okkur upp úr áhyggjum annarra.“