Skonsur þessar voru bakaðar fyrir samsæti félags Royalista í Neskaupstað. 2 bollar hveiti 2 msk. sykur 4 tsk. lyftiduft ½ tsk salt 3 msk. ósaltað smjör, kalt 2/3 b mjólk, köld 1 eggjarauða + 1 msk mjólk til að pensla skonsurnar Hitið ofninn í 220°C

Skonsur þessar voru bakaðar fyrir samsæti félags Royalista í Neskaupstað.

2 bollar hveiti
2 msk. sykur
4 tsk. lyftiduft
½ tsk salt
3 msk. ósaltað smjör, kalt
2/3 b mjólk, köld
1 eggjarauða + 1 msk mjólk til að pensla skonsurnar

Hitið ofninn í 220°C. Hrærið hveitinu, sykrinum, lyftiduftinu og smjörinu saman í skál. Notið hendurnar. Blandið saman þangað til þetta lítur út eins og brauðmylsna. Bætið mjólkinni rólega út í. Notið nóg af mjólk svo deigið komi vel saman og engir kekkir verði í því. Deigið ætti að vera frekar klístrað. Setjið deigið á borðflöt og dreifið vel af hveiti ofan á. Hnoðið deigið nokkrum sinnum þar til það er slétt. Fletjið deigið út svo það verði 2-3 cm þykkt.
Notið eitthvað hringlaga til að skera út 4 til 5 cm hringi. Gætið þess að þrýsta alla leið í gegnum degið og snúið. Þetta hjálpar skonsunum að lyfta sér betur. Án gríns. Setjið skonsurnar á bökunarpappír. Penslið þær létt með eggjarauðublöndunni. Bakið þær í 12-15 mínútur eða þar til þær eru gullinbrúnar. Fjarlægið úr ofni og leyfið þeim að kólna í 30 mínútur. Ef þið viljið mýkri skonsur þá er hægt að setja viskastykki yfir þær á meðan þær kólna.
Njótið með sultu að eigin vali og clotted cream. Ég mæli reyndar eindregið með „lemon curd“ með þessu.

Clotted cream

500 ml rjómi

Hitið ofninn í 80°C. Hellið rjómanum í stórt eldfast mót. Passið bara að rjóminn verði nógu dreifður og ekki of djúpur. Bakið rjómann í 8 tíma. Gott að gera það yfir nótt. Takið rjómann út. Leyfið honum að kólna í stofuhita. Rjóminn ætti að vera búinn að skilja sig. Skafið efsta lagið af með skeið og setjið í annað ílát. Ekki henda neðsta laginu því rjóminn heldur áfram að mynda þykka skán. Skafið af og til þangað til þið hafið fengið nóg. Hrærið saman því sem þið skófuð af og setjið í kæli. Berið fram með bresku skonsunum, ásamt sultu.

Frá alberteldar.is.