Marinó Örn Tryggvason
Marinó Örn Tryggvason
Gengi bréfa í Kviku og Íslandsbanka hækkuðu í Kauphöllinni í gær eftir að tilkynnt var um beiðni Kviku um samrunaviðræður bankanna eftir lokun markaða á fimmtudag. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, hefur sagt að ósk félagsins um að hefja …

Gengi bréfa í Kviku og Íslandsbanka hækkuðu í Kauphöllinni í gær eftir að tilkynnt var um beiðni Kviku um samrunaviðræður bankanna eftir lokun markaða á fimmtudag. Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku banka, hefur sagt að ósk félagsins um að hefja samrunaviðræður væri eðlilegt framhald á þeirri vegferð sem Kvika hefur verið á. Kvika sameinaðist TM og Lykli í fyrra og hafði áður tekið yfir rekstur Virðingar, Gamma og Júpíter. Kvika hækkaði í gær um 5,7% í 1,6 milljarða króna viðskiptum en Íslandsbanki hækkaði um 2,7% í rúmlega 750 milljóna króna viðskiptum. Gengi bréfa í Kviku hefur leitað niður á við að undanförnu, félagið hefur lækkað um rúm 18% á einu ári. Gengi bréfa í Íslandsbanka hefur lækkað um 3,1% á einu ári.

Mesta veltan var þó með bréf í Arion banka, um 2,6 milljarðar króna, en gengi bankans hækkaði um 3% í gær. Þá hækkaði Icelandair um 1,5% í 2,2 milljarða króna viðskiptum.

Brim lækkaði mest félaga í gær, eða um 3,2%, og Síldarvinnslan lækkaði um 1,6% þrátt fyrir að í gær hafi verið tilkynnt um að loðnukvótinn yrði aukinn um 57 þúsund tonn. Viðskipti með bréf í félögunum tveimur voru þó ekki mikil, eða um 430 milljónir.