„Ég hef eignast marga góða vini þarna og alla vega 50 manns hafa komið hingað heim til að sýna í gegnum The Slipper Room. Sumir koma bara til að sýna og hanga með mér en aðrir setjast hér að,“ segir Margrét Erla Maack, burlesque-drottning Íslands, en hún kemur reglulega fram á téðum stað í New York. Hún segir staðinn algjört hreyfiafl í sínu lífi.
James Habacker, vinur Margrétar, hannaði og bjó staðinn til. „Þetta er 160 manna staður sem maður verður að vita hvar er; það dettur enginn þarna inn af götunni. Þarna eru sýndir loftfimleikar, eldatriði, sirkusatriði, trúðamennska, burlesque og allt mögulegt og fram koma allir helstu skemmtikraftar bæjarins.“
Sunnudagsblaðið fylgdi Margréti til New York.