Nú er allt komið á fullt hvað varðar hina æsispennandi Söngvakeppni 2023 en leikarinn og dagskrárgerðarmaðurinn Árni Beinteinn er ákaflega spenntur fyrir því sem koma skal.
Hann er einn af þeim sem sér um dagskrárgerð fyrir þættina, meðal annars þarsíðasta laugardag – en þar voru þau tíu lög sem keppa í Söngvakeppninni kynnt. Fyrri undanúrslit keppninnar fara svo fram 18. febrúar og þau síðari 25. febrúar. Úrslitin verða svo á RÚV 4. mars. „Þetta er mjög öflug keppni í ár. Það er allavega mín tilfinning. Fullt af frábæru hæfileikafólki,“ sagði Árni, sem á erfitt með að velja sitt uppáhaldslag.
Sjáðu viðtalið í heild sinni á K100.is.