Bryan Adams í banastuði í Hörpu árið 2014.
Bryan Adams í banastuði í Hörpu árið 2014. — Morgunblaðið/Eva Björk
Verkir Gamli rokkarinn og ballöðusjarmörinn Bryan Adams er ekki dauður úr öllum æðum; raunar er kappinn svo hamingjusamur að hann verkjar. Það er í öllu falli yfirskrift tónleikaferðar kappans um Bandaríkin sem fyrirhuguð er í sumar, „So Happy it Hurts“

Verkir Gamli rokkarinn og ballöðusjarmörinn Bryan Adams er ekki dauður úr öllum æðum; raunar er kappinn svo hamingjusamur að hann verkjar. Það er í öllu falli yfirskrift tónleikaferðar kappans um Bandaríkin sem fyrirhuguð er í sumar, „So Happy it Hurts“. Það er raunar einnig heiti nýjustu breiðskífu Adams sem kom ú á síðasta ári. Það verða engir viðvaningar sem hita upp fyrir Adams á túrnum, sjálf rokkdrottningin Joan Jett og hljómsveit hennar The Blackhearts. Adams er margverðlaunaður fyrir tónlist sína og þykir með frískustu mönnum á sviði, þannig að enginn ætti að verða fyrir vonbrigðum. Gott ef það hlýnaði ekki bara strax um tvær gráður við þessi tíðindi.